„Ef maður bankar ekki opnar enginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 11:01 Erna Héðinsdóttir hefur dæmt í lyftingum í áratug og er nú komin inn á Ólympíuleikana. vísir/bjarni Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar. Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“ Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira