„Ef maður bankar ekki opnar enginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 11:01 Erna Héðinsdóttir hefur dæmt í lyftingum í áratug og er nú komin inn á Ólympíuleikana. vísir/bjarni Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar. Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“ Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira