Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 10:16 Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir er ný framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá þingflokknum segir að Stefanía Kolbrún sé hagfræðingur með BS gráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Barcelona School of Economics. Hún hafi starfað sem hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins frá árinu 2018 ásamt því að hafa sinnt kennslu við hagfræðideild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hjá Samtökum atvinnulífsins hafi Stefanía Kolbrún sinnt ýmiss konar greiningarvinnu, greinaskrifum og kynningum í tengslum við gerð kjarasamninga og efnahags- og atvinnulífsmál almennt. Full tilhlökkunar Stefanía Kolbrún hafi jafnframt sinnt fjölmörgum félagsstörfum og meðal annars staðið að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði. „Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi þingvetri og að takast á við þau ýmsu spennandi og krefjandi verkefni sem fram undan eru, með öllu því góða fólki sem starfar fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins, svo ekki sé minnst á þingmenn flokksins,“ er haft eftir Stefaníu Kolbrúnu. Leiðir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni Þá segir að Stefanía Kolbrún taki við af Tryggva Mássyni, sem hafi verið ráðinn til þess að fara fyrir viðskiptaþróun hjá Klíníkinni, en staðan sé ný innan félagsins. Auk þess að leiða viðskiptaþróun innan félagsins muni hann starfa náið með framkvæmdastjórn að stefnumótun og vexti Klíníkurinnar. „Um leið og ég þakka Tryggva innilega fyrir sitt ómetanlega starf fyrir þingflokkinn og óska honum farsældar á spennandi vettvangi þá er ég gríðarlega stolt og ánægð með ráðningu Stefaníu. Ég veit að þekking hennar og hæfileikar munu koma að gagni við að forgangsraða áherslumálum inn í krefjandi þingvetur. Þannig getum við best nýtt krafta okkar í þágu mikilvægra stefnumála Sjálfstæðisflokksins samfélaginu til góðs. Það eru stór verkefni framundan og ég hlakka til að njóta liðsinnis Stefaníu í þeim,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vistaskipti Atvinnurekendur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira