Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2024 08:38 Teymi Trumps leitar til Billy McFarland þegar það þarf að ná í ákveðnar stjörnur. Getty Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump. Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50