Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:12 Munro, sem var virtur smásaganhöfundur, lést í maí síðastliðnum. Nú er komið í ljós að ýmsir vissu um kynferðisofbeldið sem dóttir hennar var beitt, meðal annars maðurinn sem ritaði ævisögu Munro. Getty/PA/Julien Behal Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC. Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC.
Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira