Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 11:46 Svona var ástandið í upphafi júnímánaðar á Norðurlandi. Mynd/Fríða Björk Einarsdóttir Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári. Veður Færð á vegum Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á veðurfari í júní. Júnímánuður var samkvæmt samantektinni nokkuð kaldur á landinu öllu. Sérstaklega norðaustanlands en í upphafi mánaðar gekk yfir landið norðanhret. Þá snjóaði óvenju mikið á norðanverðu landinu miðað við árstíma. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum. Samantekt Veðurstofu. Í samantektinni kemur fram að snjódýptin hafi verið mest á Vöglum í Vaglaskógi, 43 sentímetrar 5. júní, 32 sentímetrar 4. júní á Grímsstöðum á Fjöllum og 13 sentímtrar á Þverá í Dalsmynni þann 5. júní . Á þessum stöðvum er þetta mesta mælda snjódýptin sem vitað er um í júní, það er af nýföllnum snjó. Snjórinn hélst í nokkra daga og því var fjöldi alhvítra daga einnig óvenjulega mikill á þessum stöðvum. Á Grímsstöðum á Fjöllum voru alhvítir dagar sex en þeir hafa ekki verið fleiri frá 1990. Meðalhiti í Reykjavík í júní var 8,7 stig. Það er 1,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og líka 1,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 8,2 stig, 1,4 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 en 2,3 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti mánaðarins 8,1 stig og 8,7 stig á Höfn í Hornafirði. Júní var kaldur á öllu landinu og hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum. Kaldast var á Norðausturlandi en hlýjast á Suðurlandi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Öræfum 10,1 stig. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, 1,4 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur 4,4 stig á Fonti á Langanesi. Hæsti hiti 25,4 stig Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,4 stig á Bakkagerði á Borgarfirði eystri þann 30. júní. Mest frost í mánuðinum mældist -6,2 stig á Gagnheiði 3. og 4 júní. Mest frost í byggð mældist -3,0 stig í Möðrudal 4. júní. Í samantekt Veðurstofunnar kemur einnig fram að júní hafi verið óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Úrkoma í Reykjavík mældist 59,3 millimetrar sem er um 35 prósent umfram meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Júní var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi. Á Akureyri mældist úrkoman 54,9 millimetrar sem er meira en tvöföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Júníúrkoma hefur aðeins fimm sinnum mælst meiri á Akureyri, síðast árið 2005. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru tíu sem eru einum fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 11 daga sem eru sjö fleirum en í meðalári.
Veður Færð á vegum Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira