Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 08:23 Mikið frost er á nær öllu landinu. Vísir/Vilhelm Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Á þetta bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Facebook-síðu sinni. „Svo kalt þetta snemma vetrar og hefur líkast til aldrei orðið kaldara þennan dag, 30. október. Talan -19,3 finnst í Svartárkort í Bárðardal frá þessum degi 2014,“ segir Einar í færslunni. Með færslunni birtir hann mynd af vef Veðurstofunnar þar sem sjá má að hitinn var hæstur á Steinum, þar sem hann náði 2,8 gráðum en næsturfrostið var nokkuð mikið á suðvesturhorninu og náði 17,7 stigum í Víðidal í Reykjavík. Hann segir þó að almennt frost í Reykjavík hafi farið niður í rúm átta stig. Síðast var kaldara í Reykjavík þennan dag árið 1968. Þá hafi þó verið mælt á flugvellinum, þar sem frostið fór niður í 9 gráður í nótt. „Ekki langt frá mesta októberfrosti í Reykjavík sem er -10,6°C frá 27. og 28. október 1970. Á landsvísu hefur frostið orðið meira en 20 stig í nokkur skipti í október s.s. í Möðrudal á Fjöllum og við sjáum á töflu Veðurstofunnar í morgun töluna -20,2°C frá því í nótt, í Setri sunnan Hofsjökuls.“ Veður Kópavogur Tengdar fréttir Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. 30. október 2025 07:12 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Sjá meira
Á þetta bendir veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson á Facebook-síðu sinni. „Svo kalt þetta snemma vetrar og hefur líkast til aldrei orðið kaldara þennan dag, 30. október. Talan -19,3 finnst í Svartárkort í Bárðardal frá þessum degi 2014,“ segir Einar í færslunni. Með færslunni birtir hann mynd af vef Veðurstofunnar þar sem sjá má að hitinn var hæstur á Steinum, þar sem hann náði 2,8 gráðum en næsturfrostið var nokkuð mikið á suðvesturhorninu og náði 17,7 stigum í Víðidal í Reykjavík. Hann segir þó að almennt frost í Reykjavík hafi farið niður í rúm átta stig. Síðast var kaldara í Reykjavík þennan dag árið 1968. Þá hafi þó verið mælt á flugvellinum, þar sem frostið fór niður í 9 gráður í nótt. „Ekki langt frá mesta októberfrosti í Reykjavík sem er -10,6°C frá 27. og 28. október 1970. Á landsvísu hefur frostið orðið meira en 20 stig í nokkur skipti í október s.s. í Möðrudal á Fjöllum og við sjáum á töflu Veðurstofunnar í morgun töluna -20,2°C frá því í nótt, í Setri sunnan Hofsjökuls.“
Veður Kópavogur Tengdar fréttir Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. 30. október 2025 07:12 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Sjá meira
Djúp lægð nálgast landið úr suðri Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi. 30. október 2025 07:12