Sjúklingur réðst á lækni sem fær ekki bætur frá ríkinu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 12:21 Árásin átti sér stað á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum heimilislæknis sem varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira