Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá Rúnar Sigurjónsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Efnahagsmál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar