Hátt reitt til höggs Hjálmar Jónsson skrifar 2. júlí 2024 15:52 Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11 Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04 Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32 Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Það kemur mér ekki á óvart að núverandi stjórn Blaðamannafélags Íslands hafi ákveðið að kæra mig ekki fyrir brot í starfi framkvæmdastjóra félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu hennar til félagsmanna. Það stafar einfaldlega af því að það hafa aldrei verið efni til þess að einu eða neinu leyti. Þvert á móti þjónaði ég félaginu af einstakri trúmennsku, þó ég segi sjálfur frá, öll þau 35 ár sem ég kom að trúnaðastörfum fyrir félagið, með einum eða öðrum hætti. Hagur félagsins hefur blómgast með einstökum hætti á þessum tíma, ekki síst síðustu rúm 20 árin sem ég var framkvæmdastjóri félagsins. Ef efni máls væru með þeim hætti sem látið er liggja að í bréfi stjórnarinnar til félagsmanna, hvers vegna er þá ekki sagt amen eftir efninu og þessari ólánsför framhaldið? Skildi það vera vegna þess að þá myndi fátækt þessa málatilbúnaðar alls opinberast? Athugun á bókhaldi félagsins síðstliðin tíu ár skilar engu þegar upp er staðið, það er staðreynd málsins. Öllum atriðum hefur verið svarað með fullnægjandi hætti, þó reynt sé að láta það líta öðru vísi út til að réttlæta þann fjáraustur sem þessi aðför að æru minni hefur kostað. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús! Staðreyndir málsins eru þessar. Ég stóð vörð um orðstír félagsins, eins og mér bar sem framkvæmdastjóri og fyrrum formaður félagsins. Ástæðan fyrir þessari aðför að æru minni er að ég var afdráttarlaus um það að núverandi formaður félagsins er ekki hæfur til þess að veita félaginu forystu vegna frétta af skattamálum hennar, sem ekki hafa verið skýrð með fullnægjandi hætti. Blaðamenn í félaginu og í landinu þurfa að horfast í augu við það. Blaðamannafélagið er nú þegar á óheillabraut. Þar er sóað peningum í vitleysu, eins og vitundaherferð um blaðamennsku, á sama tíma og réttindi félagsmanna eru skert. Ætli það séu ekki núna 2 til 3 manneskjurnar sem eru að sinna því starfi sem ég sinnti einn í 20 ár og gera það mun verr en ég gerði. Ótrúlegt en því miður satt. Lítið félag eins og Blaðamannafélag Íslands þolir ekki slíka ráðstöfun fjármuna til langframa. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri BÍ.
Stjórnin kærir Hjálmar ekki en telur hann þó sekan Stjórn Blaðamannafélags Íslands tók einróma ákvörðun á stjórnarfundi 21. júní um að leggja ekki fram kæru til lögreglu vegna háttsemi Hjálmars Jónssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra félagins, þrátt fyrir niðurstöðu lögfræðiálits Logos þar sem fram kemur að háttsemin hafi verið verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð. 2. júlí 2024 12:11
Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. 23. apríl 2024 12:04
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19. apríl 2024 18:32
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun