Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 11:53 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn. Sjávarútvegur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent