Ásakanir SFS um græðgi komi úr hörðustu átt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 11:53 Örn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Vísir/Friðrik Framkvæmdastjóri landssambans smábátaeigenda segir strandveiðimenn gáttaða á að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, eftir að matvælaráðherra jók við þorsskvóta þeirra í síðustu viku. Hann vísar því á bug að veiðarnar séu óarðbærar og óskynsamlegar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn. Sjávarútvegur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra ákvað í síðustu viku að bæta tvö þúsund tonna þorskkvóta við strandveiðipottinn, með það að markmiði að fjölga strandveiðidögum. Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í gær var haft á orði að ráðherra hefði látið undan græðgi strandveiðimanna, sem kunni sér vart hóf í þeim ólympísku veiðum sem strandveiðar séu. Það sé þrátt fyrir að veiðarnar séu óskynsamlegar og óarðbærar, eins og fullyrt er í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist undrandi yfir þessu. „Þetta kemur nú úr hörðustu átt og við erum alveg gáttaðir á því. Við erum bara að reyna að bjarga okkur, og sjáum að sjórinn er fullur af fiski. Það er líka ljóst að þær veiðiheimildir sem var úthlutað 1. september síðastliðinn koma ekki til með að nást með veiðum á fiskveiðiárinu. Þannig að það er mjög eðlilegt að matvælaráðherra bregðist við og bæti við í það kerfi sem er mest lifandi núna,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS. Vonar að meiru verði bætt við Strandveiðileyfin gilda frá maí til loka ágúst, en veiða má tólf daga í mánuði. Með viðbótinni sé útlit fyrir að hægt verði að stunda strandveiðar áfram vel inn í júlí, sem annars hefði ekki verið hægt. „Og vonandi að það verði bara bætt meiru við þegar þar að kemur. Örn vísar því til föðurhúsanna að strandveiðarnar séu óarðbærar, og segir hæsta verð fást fyrir fiskinn. „Þetta er eins góð vara og hægt er, eins og allir Íslendingar vita.“ Hann segist ekki átta sig á uppleggi SFS í tilkynningunni. Að tala um arðsemi, þá spyr maður líka: Arðsemi fyrir hvern, ef þau eru í svona miklu arðsamari veiðum en hjá okkur? Við getum allavega boðið upp á það að það eru 750 útgerðaraðilar sem stunda þessar veiðar. Þeir hafa tekjur af þessu og væru ekki að þessu nema þeir hefðu eitthvað í sinn vasa,“ segir Örn.
Sjávarútvegur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira