„Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 12:30 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum þróun að enn skertara aðgengi. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur ekki að boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum muni draga úr álagi heldur þvert á móti. Hún hefur þungar áhyggjur af þróuninni og óttast að fólk veigri sér við að leita tímanlega til læknis. Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira