Brennt barn forðast eldinn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 09:30 Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldsvoði í Kringlunni Tryggingar Byggingariðnaður Slökkvilið Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Borið hefur á því ítrekað að eldur komi upp á byggingar- og framkvæmdasvæðum. Nýlegt atvik er eldur sem braust út í Kringlunni á dögunum og olli þar gríðarlegu tjóni, þótt blessunarlega hafi betur farið en á horfðist og enginn slasast alvarlega. Byggingar- og brunaverkfræðingurinn Böðvar Tómasson skrifaði góða grein hér á Vísi um brunavarnir á byggingarsvæðum sem vert er að mæla með. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja sig hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? Ljóst er að mikið er í húfi. Hvað er logavinna? Heit vinna eða logavinna er almennt skilgreind sem öll störf sem skapað geta hættu á íkveikju. Það er þá til dæmis vinna sem unnin er með slípirokk, rafsuðu, logsuðu og við lagningu þakpappa og viðhald á honum. Brunavarnir eiga alltaf að vera í forgangi á byggingarsvæðum. Gerðar eru ákveðnar kröfur til þeirra sem eru með byggingarsvæði að tryggja brunavarnir á svæðunum og fylgja ákveðnum verklagsreglum. Móta þarf heildstæða brunavarnaáætlun og kynna hana öllum starfsmönnum og verktökum á svæðinu. Framkvæma þarf reglulegt mat á brunaáhættu, tryggja góða umgengni á byggingarsvæðum, tryggja að hentugur eldvarnarbúnaður sé á staðnum svo sem slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eftir atvikum. Einnig þarf að gera ráðstafanir varðandi rafmagnsöryggi, takmarka hættu vegna heitrar vinnu og sækja um sérstakt leyfi fyrir vinnunni samkvæmt þar til greindu eyðublaði. Ganga þarf úr skugga um að eldfim efni séu rétt geymd fjarri eldhættu og veita þarf þjálfun í slysavörnum og framkvæmd brunavarna. Eru þessi mál í góðum farvegi á Íslandi? Við nefndum nýyfirstaðinn bruna í verslunarmiðstöð Kringlunnar hér í upphafi þar sem talið er líklegt að kviknað hafi í út frá vinnu við þakið þegar verið var að bræða þakpappa. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa síðastliðinn áratug komið árlega upp útköll vegna bruna sem tengjast vinnu við þakpappa, að undanskildu einu ári, árinu 2016. Þetta eru samtals 40 útköll vegna bruna í tengslum við þakpappavinnu. Ljóst er að mikil áhætta fylgir því að vinna með opinn eld á húsþaki og þess vegna hafa til að mynda Norðurlöndin sett ákveðinn ramma og eftirlit í kringum þá vinnu. Þar þurfa þau sem vinna við lagningu þakpappa að hafa ákveðin réttindi eða vottun eftir að hafa sótt námskeið. Hér á landi erum við með ákveðnar reglur um logavinnu og sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir vinnunni en í raun getur hver sem er tekið að sér slíka vinnu án þess að hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun. Í viðtali við Regínu Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), kemur fram að í dag séu engar kröfur í regluverkinu um menntun eða hæfni þeirra sem starfa við lagningu þakpappa og að þessu þurfi að bæta úr. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið þróað sérstakt kerfi fyrir heita vinnu (heta arbeten) sem stýrt er af Brandskyddsförening sem býður upp á þjálfun og vottun fyrir þá sem vinna með heit störf á fimm tungumálum víðs vegar um landið. Þetta fyrirkomulag hefur verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, allt frá árinu 1990. Lærum af reynslunni Málshættir fela iðulega í sér gamla lífsspeki eða lífsviðhorf sem vísa til almennt viðurkenndra sanninda um daglegt líf manneskjunnar. Ef einhver verður fyrir slæmri lífsreynslu er það eðli mannsins og heilbrigð skynsemi að reyna að forðast að lenda aftur í sömu ógöngum. Brennt barn forðast eldinn og þegar ítrekað skapast hættulegar aðstæður er mikilvægt að bregðast við. Eru aðrar hættuminni aðferðir sem notast mætti við í þakpappavinnu? Þá til dæmis við gömul hús með eldra timbri? Myndi aukin fræðsla og þjálfun skila sér í færri brunum? Brýnt er að skoða vel hvað má betur fara í þessum efnum og bæta úr í kjölfarið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun