Sjálfstæðisflokkur og Píratar að miklu leyti til eins Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2024 13:13 Björn Leví ásamt leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, þeim Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og formanni flokksins. Björn Leví segir ýmsilegt líkt í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hjá Pírötum. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar annar í orði en á borði, sá er vandinn. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gefur ekki mikið fyrir pólítíska greiningu Stefáns Einars Stefánssonar víninnflytjanda og blaðamanns Morgunblaðsins í nýlegum pistili á Facebook. Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Björn Leví vitnar í tal Stefáns Einars frá í Bítinu í morgun en þar var hann gestur ásamt Andrési Jónssyni markaðsmanni. Þeir fóru vítt og breytt yfir hið pólitíska svið í kjölfar nýrrar könnunar Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi og Miðflokkurinn andar ofan í hálsmálið á flokknum. Þeir ræddu stöðu Viðreisnar sem virðist eiga í erfiðleikum með að sækja sér fylgi fyrst Sjálfstæðisflokkurinn er að dala. „Það sama gildi um Pírata sem ættu tæknilega séð að vera að taka meira fylgi af flokkum sem eru óvinsælir núna. Það sé ekki að gerast. Flokkurinn sé ekki hefðbundinn flokkur með skýra forystu og það sé þeim mögulega erfitt. Flokkurinn hafi komið fram sem uppreisnargjarn hópur en að þau séu orðin stækur vinstri hópur sem taki sama fylgi og Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti Vinstri græn,“ var meðal annars liður í útleggingu Stefáns Einars. Þetta segir Björn Leví klassískt stef um Pírata, gagnrýnin frá hægri er því marki brennt að allir aðrir séu til vinstri á meðan þeir sömu aðilar hafa einmitt verið í meirihluta með vinstrinu á undanförnum árum. Vandinn er undanvillingsháttur Sjálfstæðisflokksins „Píratar eru valddreifingarflokkur sem gerir það að verkum að „forystan“ er auðvitað öðruvísi en í valdaflokkunum. Það er skiljanlegt að valdhyggjufólk skilji þetta ekki og noti þetta sem gagnrýni á neikvæðan hátt,“ segir Björn Leví. Og hann segir Sjálfstæðisflokkinn tilheyra þessu blessaða ráðvillta vinstri. „Svo ég segi það bara mjög skýrt, þá væri mjög margt í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem passar mjög vel við grunnstefnu Pírata. Vandinn er bara að núverandi Sjálfstæðisflokkur er bara ekkert að starfa samkvæmt þeirri stefnu sinni og það er ekkert fyrirsjáanlegt að það gerist á næstunni.“ Píratar sjá bara ekki veisluna sem margir upplifa Björn Leví segir þau ekki sjá þetta sjálf, auðvitað auðvitað ekki og allri gagnrýni er mætt með ásökunum um öfund, eða að stæk vinstri stefna sé uppspretta gagnrýninnar – af því að það er auðveldara en að horfa í spegilinn og viðurkenna ruglið sem er í gangi. „Já, það þarf að sinna umhverfismálum. Já það þarf að tækla spillinguna. Já, það þarf að sinna grunninnviðum samfélagsins. En við sjáum víst ekki veisluna, hagvöxtinn og allt það góða sem margir upplifa vissulega. En nei, það má ekki benda á vandamálin. Meðaltölin eru ekki fyrir alla nefnilega,“ segir Björn Leví.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?