Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 13:21 Samstarf hafnarinnar og ferðaþjónustufyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hátt í sjö þúsund erlendum ferðamönnum í bæinn á dag. Vísir/Vilhelm Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira