Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 13:21 Samstarf hafnarinnar og ferðaþjónustufyrirtækja gerir þeim kleift að bjóða hátt í sjö þúsund erlendum ferðamönnum í bæinn á dag. Vísir/Vilhelm Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur. Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarhafnar, segir verslanir og þjónustuaðila þó sleppa vel á morgun. Það hafi stefnt í að níu þúsund manns kæmu sem hefði svoleiðis kaffært bæinn sem um 3400 manns eiga heima í. „Við vorum hræddir við þennan níu þúsund manna dag af því að ferðaþjónarnir voru búnir að segja að þeir réðu ekkert við þetta. En þetta er bókað með þriggja ára fyrirvara og maður er búinn að vera að reyna síðan í desember að vinda ofan af þessu og fá einhverja til að færa sig og það gekk loksins upp,“ segir Hilmar. Annasamasta vika sumarsins fram undan Hann segir vikuna fram undan vera með annasömustu vikum sumarsins. Tæplega fimm þúsund manns hafi komið í höfn á laugardaginn. „Það var hérna á laugardaginn fjögur þúsund og fimm hundruð manns hérna. Maður varð var við fólk á göngu en það var ekkert kraðak eða neitt svoleiðis. Hellingur af þeim var í einhverjum ferðum en þetta eru þungir dagar sem maður veit að eru fyrirliggjandi,“ segir Hilmar en mörg fyrirtæki á svæðinu bjóða upp á dagsferðir á rútu eða báti. Hilmar Kristjánsson Lyngmo hefur verið hafnarstjóri á Ísafirði frá árinu 2022.Ísafjarðarbær Hilmar segir samráð milli hafnar og þjónustuaðila vera umfangsmikið og að það skipti sköpum. Bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ hafi einnig nýlega sett á hámarksfjölda á daglegt magn ferðamanna með skemmtiferðaskipum og miðað verður við sjö þúsund manns á dag við bókanir næstu ár. „Það voru haldnir samráðsfundir í vor með höfninni og fyrirtækjum við höfnina og þessum ferðaþjónustuaðilum. Svo tökum við annan fund í haust þar sem við förum yfir sumarið og hvernig hefur gengið og hvað má betur fara. Ég held að það sé gott þannig að fólk tali saman og viti hvað er í gangi,“ segir Hilmar. Ferðaþjónustan ráði alveg við fjöldann Stígur Berg, eigandi og framkvæmdastjóri Sjóferða, er himinlifandi með farþegaflauminn og segir fjöldann ekki valda neinum vandræðum. „Bara ég og mitt fyrirtæki getum flutt hátt í þúsund manns á dag og við erum ekki einu sinni stærsta ferðaþjónustufyrirtækið. Rúturnar geta ábyggilega tekið þúsund manns og svo er fullt af öðrum afþreyingarfyrirtækjum hérna,“ segir hann. Stígur er eigandi Sjóferða og býður ferðamönnum upp á ferðir um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir.Sjóferðir „Það er þetta sem veldur því að þjónustustigið hérna í bænum er hátt og við búum að betri skipakosti út af öllum bátunum,“ segir Stígur. Hann segist hafa orðið var við neikvæðnisraddir um magn ferðamanna en að sá hópur finni sér alltaf eitthvað til að rövla yfir. „Það er verið að halda vel utan um þetta og þeir eru búnir að setja reglur um fjöldatakmarkanir og þegar það eru stórir dagar eru þeir með vistgötu í bænum og svona. Ef fólk þolir ekki mikið af fólki fjóra daga á ári þá þarf fólk bara að búa á einhverju eyðibýli,“ segir Stígur.
Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira