Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 15:01 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri. Vísir/Arnar Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31