Yazan, Kant og siðleg breytni á Íslandi Gunnar Hersveinn skrifar 28. júní 2024 19:31 Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun