Etanól í glansumbúðum Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 27. júní 2024 17:01 Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Bretland Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun