Etanól í glansumbúðum Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 27. júní 2024 17:01 Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Bretland Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun