Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2024 13:34 Oddur Ástráðsson er lögmaður hópsins en hann segir aðgerðir lögreglu, þann 31. maí, gegn mótmælendum úr öllu hófi miðað við tilefnið. vísir/vilhelm Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Mótmælendur segjast hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu og hafa nú höfðað mál á hendur ríkinu. „Hópurinn byggir á því að með aðgerðum sínum hafi lögregla með ólögmætum hætti skert tjáningar- og fundafrelsi þeirra og með því vegið að rétti þeirra til stjórnarskrárvarinnar þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum þjóðarmorðs Ísraelshers á íbúum Gaza,“ segir Oddur Ástráðsson lögmaður hópsins. Fjölmiðlar hafa fjallað um atburðinn og ræddi Vísir meðal annars við Pétur Eggerz um atvik sem tengist 17. júní en Pétur heldur því fram að lögreglan sé orðin miklu herskárri en hún hefur verið. Hann sagði atburðina frá 31. maí vel „documenteraða“ og boðaði málsókn. Sem nú er raunin. Oddur segir að aðgerðir lögreglunnar hafi verið úr öllu hófi miðað við tilefnið, en mótmælin segir hann hafa verið friðsöm. „Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og ríkinu veittur frestur til að skila greinargerð í málinu,“ segir lögmaðurinn. Daníel Þór Bjarnason er einn þessara níu en hann fékk piparúða í augun og eymsl í kjölfarið. Hann sagði reiði ríkjandi meðal þeirra sem mótmæltu en þeir væru líka í sjokki. „Það er besta orðið yfir það, sjokk. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það að stjórnvöld séu að beita sér með þessum hætti gerir þetta þyngra og það sem ég finn er að fólk ætlar ekki að láta þagga niður í sér. Fólk ætlar að halda áfram að mæta og segja sína skoðun,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Á hinn bóginn ber að líta til þess að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu telur engar vísbendingar uppi um mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi starfsmanna lögreglu við mótmælin í Skuggasundi í síðasta mánuði. Lögregla er sögð hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Lögreglan Lögmennska Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. 31. maí 2024 10:42