Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 07:57 Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson mynda landslið Íslands á HM í pílukasti sem hefst í dag í Frankfurt. Vísir/Einar Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira