Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:46 Gummi Emil nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hann er í samstarfi við ýmsa aðila. vísir/arnar Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Þess var krafist að Guðmundur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fram kemur í dómnum að Guðmundur hafi ekki mætt í dómsal og tekið til varna. Þess vegna taldi dómurinn sannað að hann hefði framið þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Ætlar að sinna samfélagsþjónustu Guðmundur Emil segir að allir viti að hann hjóli út um allt. „Bubbi Morthens hjólaði líka út um allt. Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur. „Ég viðurkenni að ég keyrði próflaus bláedrú, af því að ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist ætla að taka þetta út í samfélagsþjónustu, hann elski að gera þetta samfélag betra. „Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur. Dómsmál Umferðaröryggi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Í dóminum segir að lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Þess var krafist að Guðmundur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fram kemur í dómnum að Guðmundur hafi ekki mætt í dómsal og tekið til varna. Þess vegna taldi dómurinn sannað að hann hefði framið þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Ætlar að sinna samfélagsþjónustu Guðmundur Emil segir að allir viti að hann hjóli út um allt. „Bubbi Morthens hjólaði líka út um allt. Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur. „Ég viðurkenni að ég keyrði próflaus bláedrú, af því að ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist ætla að taka þetta út í samfélagsþjónustu, hann elski að gera þetta samfélag betra. „Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur.
Dómsmál Umferðaröryggi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11