„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 16:29 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“ Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27
Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29
Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent