Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júní 2024 09:01 Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson, tveir af fjórum stofnendum Datasmoothie. Datasmoothie/Leifur Wilberg Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna. Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna.
Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira