Seldu til rannsóknarrisa: „Maður þarf að vera draumóramaður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júní 2024 09:01 Agnar Sigmarsson og Birgir Hrafn Sigurðsson, tveir af fjórum stofnendum Datasmoothie. Datasmoothie/Leifur Wilberg Íslenska fyrirtækið Datasmoothie hefur verið selt til franska markaðsrannsóknarrisans Ipsos. Fyrirtækið þróar hugbúnað sem gerir rannsakendum kleift að greina niðurstöður rannsókna með miklum hraða. Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna. Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta staðfestir Agnar Sigmarsson, einn stofnenda Datasmoothie, í samtali við Vísi en hann segist hlakka eindregið til þess að halda áfram að starfa undir Ipsos og stækka teymið og starfsemina. Ipsos er eitt stærsta markaðsrannsóknar- og skoðanakannannafyrirtæki í heiminum og er því um stórt tækifæri að ræða. Alltaf einum samning frá því að sigra heiminn „Þetta er alltaf upp og niður. Maður er alltaf alveg að fara sigra heiminn og maður er alltaf einum samningi frá því. Þetta hefur staðið til síðustu sjö ár. Við erum rosalega sáttir.“ Hugbúnaðurinn muni núna vera notaður af sumum af stærstu fyrirtækjum í heimi á þessu sviði. „Þegar verið er að vinna með stór gagnasett og sérstaklega söguleg gögn, eins og til dæmis 50 ár af gögnum hjá fyrirtækjum sem eru á neytendavörumarkaði, þá getur flækjustigið orðið alveg óstjórnlega mikið. Kraftur einkatölvunnar er ekki nægilega mikill til að greina þetta og setja þetta fram á hátt sem er skiljanlegur. Við erum að leysa þetta vandamál.“ Datasmoothie gerir markaðsrannsakendum kleift að vinna úr gögnum margfalt hraðar. Innleiða nú þjónustuna hjá Ipsos Spurður hvort að þetta sé draumur að rætast fyrir hann segir hann það vera bæði og. „Það er auðvitað frábært að fara núna inn í annað fyrirtæki sem er stórt á sínu sviði. Þegar maður er að byrja með sprotafyrirtæki þá er maður ekki endilega með það markmið að selja fyrirtækið. Það er líka að búa til fyrirtæki sem skilar góðum tekjum en þetta gerir okkur kleift að halda áfram okkar vinnu.“ Næstu mánuði mun Datasmoothie innleiða þjónustu fyrirtækisins hjá viðskiptavinum Ipsos og sjálfvirknivæða verkferla þar þegar það kemur að greiningarferlum og markaðsrannsóknum. Tók ekki nema 9,5 ár „Maður heldur alltaf og hefur alltaf trú á því að maður sé að fara ná árangri í því sem maður er að gera. Maður þarf að vera draumóramaður.“ Datasmoothie var stofnað árið 2015 en fyrirtækið var á meðal sigurvegara í Seedcamp sama ár. Keppnin er einn virtasti viðskiptahraðall Evrópu. „Í tæknibransanum hefur maður oft heyrt því fleygt fram að „overnight success takes 10 years“. Í okkar tilfelli tók það ekki nema 9,5 ár,“ segir Agnar í Facebook-færslu um söluna.
Nýsköpun Auglýsinga- og markaðsmál Skoðanakannanir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira