„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:48 Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum. Vísir/Egill Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, og útvarpsútsendingar K100 lágu niðri um tíma í gær vegna netárásarinnar sem gerð var á tölvukerfi útgáfufélags Árvakurs. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, segir árásina grafalvarlega en gripið var á það ráð að kippa kerfum úr sambandi um tíma til að bregðast við og forðast frekara tjón. „Við urðum fyrir stórfelldri netárás og þetta er árás sem leggst eiginlega á öll okkar kerfi,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Ritvinnslukerfi liggur enn niðri „Við lendum í miklu ströggli við að koma út blaði af því að ritvinnslukerfi lá niðri og gerir enn og við vitum ekki nákvæmlega hvenær við komum því í gang. Það var mikið þrekvirki að koma blaðinu út í morgun, við vorum að langt fram á nótt við að púsla þessu saman. Blaðið ber þess vissulega merki, það er ekki eins og venjulega, það er ýmislegt sem að er sett upp með öðrum hætti en vaninn er. En þetta er þannig árás að maður vill ekki að þeir sem hana gera hafi betur, en okkur tókst að koma út blaði og sýna að við látum ekki stöðva okkur,“ segir Karl. Það muni taka einhvern tíma að vinda ofan af afleiðingum árásarinnar. „Við munum halda áfram ótrauð. Við erum núna að undirbúa blað sem er unnið til hliðar við ritvinnslukerfið og ætlum bara að koma því út með sama hætti og við gerðum í gær, en þetta mun allt taka sinn tíma.“ Karl segist varla muna til þess að Morgunblaðið hafi ekki komið út. Litlu hafi mátt muna að blaðið kæmi ekki út í Persaflóastríðinu fyrir um fjörutíu árum þegar að Bandaríkjamenn réðust inn í Kúveit en þá var beðið fram á síðustu stundu með að senda blaðið í prentun á sama tíma og kerfisuppfærsla setti strik í reikninginn, en slapp þó fyrir horn að sögn Karls. „Þá lá við að blaðið kæmi ekki út. Mér skilst að það hafi ekki komið út þegar spænska veikin gekk á á Íslandi. En að öðru leiti þá hefur blaðið alltaf komið út í hundrað og tíu ára sögu þess,“ segir Karl. Starfa í skjóli rússneskra stjórnvalda Hann bendir á að Akira og sambærilegir hópar hafi á undanförnum misserum gert sambærilegar árásir víða í Evrópu, meðal annars á breskar heilbrigðisstofnanir sem hafi valdið miklum usla. Hann segir ekki koma til greina að greiða lausnargjald sem þrjótarnir fara fram á. „Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ segir Karl. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir Árvakur ekki vera fyrsta fórnarlamb hópsins á Íslandi. „Þessi hópur sem er á bakvið þessa árás hefur verið að valda usla í íslenska netumdæminu núna í svolítinn tíma. Þetta er fjórða fórnarlambið á stuttum tíma sem að er fórnarlamb þessa hóps,“ segir Guðmundur. Um er að ræða sama hóp og gerði alvarlega árás á Háskólann í Reykjavík og Brimborg nýverið. Þá hefur hópurinn einnig gert atlögu að litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi og í Skandinavíu. Guðmundur segir um að ræða skipulagða brotastarfsemi, sem virðist fá að starfa óáreitt í Rússlandi. „Þessi hópur er ekki talinn hafa bein tengsl við rússnesk stjórnvöld eða vinna fyrir málstað rússneskra stjórnvalda. Þetta er meira hópur sem að mætti flokka sem skipulagða glæpastarfsemi með aðaltilgang að reyna að komast yfir peninga og aura. Þeir eru í þessu með fjárhagslegan ávinning sem drifkraft og virðist vera að ganga bara nokkuð vel með það því þeir eru á fullu. En þeir eru hins vegar, allar vísbendingar benda til þess, að aðilarnir á bakvið þennan hóp séu að starfa frá Rússlandi. Þetta er rússneskur hópur talinn vera og þeir virðast fá að starfa þar algjörlega í friði. Öll viðleitni til að reyna að nálgast eða koma höndum yfir þessa menn þær hafa bara runnið út í sandinn þar sem að stjórnvöld í landinu þar sem þeir eru staðsettir aðhafast ekki neitt gagnvart þannig beiðnum,“útskýrir Guðmundur. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira
Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, og útvarpsútsendingar K100 lágu niðri um tíma í gær vegna netárásarinnar sem gerð var á tölvukerfi útgáfufélags Árvakurs. Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, segir árásina grafalvarlega en gripið var á það ráð að kippa kerfum úr sambandi um tíma til að bregðast við og forðast frekara tjón. „Við urðum fyrir stórfelldri netárás og þetta er árás sem leggst eiginlega á öll okkar kerfi,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Ritvinnslukerfi liggur enn niðri „Við lendum í miklu ströggli við að koma út blaði af því að ritvinnslukerfi lá niðri og gerir enn og við vitum ekki nákvæmlega hvenær við komum því í gang. Það var mikið þrekvirki að koma blaðinu út í morgun, við vorum að langt fram á nótt við að púsla þessu saman. Blaðið ber þess vissulega merki, það er ekki eins og venjulega, það er ýmislegt sem að er sett upp með öðrum hætti en vaninn er. En þetta er þannig árás að maður vill ekki að þeir sem hana gera hafi betur, en okkur tókst að koma út blaði og sýna að við látum ekki stöðva okkur,“ segir Karl. Það muni taka einhvern tíma að vinda ofan af afleiðingum árásarinnar. „Við munum halda áfram ótrauð. Við erum núna að undirbúa blað sem er unnið til hliðar við ritvinnslukerfið og ætlum bara að koma því út með sama hætti og við gerðum í gær, en þetta mun allt taka sinn tíma.“ Karl segist varla muna til þess að Morgunblaðið hafi ekki komið út. Litlu hafi mátt muna að blaðið kæmi ekki út í Persaflóastríðinu fyrir um fjörutíu árum þegar að Bandaríkjamenn réðust inn í Kúveit en þá var beðið fram á síðustu stundu með að senda blaðið í prentun á sama tíma og kerfisuppfærsla setti strik í reikninginn, en slapp þó fyrir horn að sögn Karls. „Þá lá við að blaðið kæmi ekki út. Mér skilst að það hafi ekki komið út þegar spænska veikin gekk á á Íslandi. En að öðru leiti þá hefur blaðið alltaf komið út í hundrað og tíu ára sögu þess,“ segir Karl. Starfa í skjóli rússneskra stjórnvalda Hann bendir á að Akira og sambærilegir hópar hafi á undanförnum misserum gert sambærilegar árásir víða í Evrópu, meðal annars á breskar heilbrigðisstofnanir sem hafi valdið miklum usla. Hann segir ekki koma til greina að greiða lausnargjald sem þrjótarnir fara fram á. „Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ segir Karl. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir Árvakur ekki vera fyrsta fórnarlamb hópsins á Íslandi. „Þessi hópur sem er á bakvið þessa árás hefur verið að valda usla í íslenska netumdæminu núna í svolítinn tíma. Þetta er fjórða fórnarlambið á stuttum tíma sem að er fórnarlamb þessa hóps,“ segir Guðmundur. Um er að ræða sama hóp og gerði alvarlega árás á Háskólann í Reykjavík og Brimborg nýverið. Þá hefur hópurinn einnig gert atlögu að litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi og í Skandinavíu. Guðmundur segir um að ræða skipulagða brotastarfsemi, sem virðist fá að starfa óáreitt í Rússlandi. „Þessi hópur er ekki talinn hafa bein tengsl við rússnesk stjórnvöld eða vinna fyrir málstað rússneskra stjórnvalda. Þetta er meira hópur sem að mætti flokka sem skipulagða glæpastarfsemi með aðaltilgang að reyna að komast yfir peninga og aura. Þeir eru í þessu með fjárhagslegan ávinning sem drifkraft og virðist vera að ganga bara nokkuð vel með það því þeir eru á fullu. En þeir eru hins vegar, allar vísbendingar benda til þess, að aðilarnir á bakvið þennan hóp séu að starfa frá Rússlandi. Þetta er rússneskur hópur talinn vera og þeir virðast fá að starfa þar algjörlega í friði. Öll viðleitni til að reyna að nálgast eða koma höndum yfir þessa menn þær hafa bara runnið út í sandinn þar sem að stjórnvöld í landinu þar sem þeir eru staðsettir aðhafast ekki neitt gagnvart þannig beiðnum,“útskýrir Guðmundur.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sjá meira