Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 16:58 Jón Gunnarsson segir að ekki yrði óeðlilegt ef landsmenn fengju að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt hér á landi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira