Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 16:58 Jón Gunnarsson segir að ekki yrði óeðlilegt ef landsmenn fengju að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt hér á landi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt til að veita 23 einstaklingum ríkisborgararétt, en 120 var hafnað. Jón sagði á Alþingi í dag að um væri að ræða stóra ákvörðun sem væri óafturkræf. Hann segir fyrirkomulagið sem sé núna á veitingu ríkisborgararéttar ekki ganga upp. „Þetta er auðvitað í algjörri andstöðu við það verklag sem við viðhöfum,“ sagði Jón. „Það má meira að segja ganga svo langt að segja að það væri ekkert óeðlilegt við það að landsmönnum væri gefið tækifæri á því það senda inn hugmyndir. Það er að segja, senda inn umsagnir um þessi nöfn,“ sagði hann og útskýrði að þar eigi hann við um upplýsingar, hvatningu eða annað sem lægi til grundvallar. Jón sagði að sér þætti að minnsta kosti mikilvægt að verklagi verði breytt um afgreiðslu þessara mála. „Við getum ekki haft þetta með þessum hætti að þetta sé algjörlega ógangsætt. Það fylgir enginn rökstuðningur, með höfnun eða veitingu, heldur en mat þriggja einstaklinga, þriggja þingmanna.“ „Að mínu mati, og ég veit að margir eru sammála mér, en þetta er óeðlilegt,“ sagði Jón sem sagðist ekki ætla að greiða atkvæði í atkvæðagreiðsluna um veitingu ríkisborgararéttarins, heldur ætlaði hann að treysta nefndarmönnunum sem lögðu nöfnin til. „Ég veit að það er búið að vera bullandi ágreiningur í þessari undirnefnd.“ Jón sagði að hann, sem og aðrir þingmenn hefðu fengið skilaboð, um að ýta á eftir hinni og þessari umsókninni. Hann vill meina að um sé að ræða „algjörlega forkastanleg vinnubrögð“. Þá hvatti hann til þess að þessu yrði breytt fyrir næsta þingvetur. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt?“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tókst á við Jón um málið í dag. „Sér hann fyrir sér að þetta sé gáfulegt fyrirkomulag? Ég held ekki.“ Hún sagði jafnframt að sér þætti það fyrirkomulag, sem Jón gagnrýndi harðlega, væri ágætt eins og það er.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira