Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Gunnar Jörgen Viggósson skrifar 20. júní 2024 09:31 Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun