Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 13:43 Stóraukið álag á vegum valdi bikblæðingu sama hvaða bindiefni sé notað. Aðsend Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra. Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra.
Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira