Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sundlaugar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 13:33 Sundlaugin að Lundi í Öxarfirði. Einar Árnason Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra. Í samþykkt byggðaráðs Norðurþings frá 23. maí síðastliðnum segir að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald sundlaugarinnar að svo stöddu. Ráðið fól jafnframt sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Lokun sundlaugarinnar þýðir að stórt gap skapast í sundlaugakeðju norðausturhorns landsins. Þannig eru 63 kílómetrar frá Lundi í næstu sundlaug á Raufarhöfn og 68 kílómetrar frá Lundi í sundlaugina á Húsavík. Vegalengd milli sundlauga innan sveitarfélagsins Norðurþings verður þannig 130 kílómetrar. Vilji gestir á tjaldstæðinu í Ásbyrgi komast í sund í sumar þurfa þeir að aka 62 kílómetra leið til Húsavíkur í næstu laug í stað nokkurra mínútna skreppitúrs að Lundi. Sundlaugin er lítil sveitalaug með einum heitum potti.Einar Árnason Í skriflegu svari til Vikublaðsins á Norðurlandi segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, að gerðar hafi verið athugasemdir við ástand laugar og búnaðar. Ákvörðun hafi því verið tekin um að hafa sundlaugina ekki opna í sumar. Erfitt sé að fá varahluti í hreinsikerfið. Það, lagnakerfið og laugarkarið sé allt komið á tíma og nauðsynlegt sé að huga að heildstæðri endurnýjun. Þá segir Katrín að unnið sé að uppfærslu kostnaðaráætlunar fyrir nýtt mannvirki. Kveðst hún vona að hún liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust svo hægt verði að taka ákvörðun í málinu. Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir eru ullarbændur að Gilhaga í Öxarfirði. Myndin er úr þættinum Um land allt.Einar Árnason Vikublaðið hefur eftir Brynjari Þór Vigfússyni, ullarbónda í Gilhaga, að íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi finnist þeir vera annars flokks innan sveitarfélagsins Norðurþings. Lengi hafi verið kallað eftir fjármagni í viðhald á sundlauginni en það hafi alltaf setið á hakanum. „Við höfum bent á það í hverfisráði að þetta sé mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn sem gista í Ásbyrgi gera margir ráð fyrir því að komast í sundlaugina,” segir Brynjar Þór við Vikublaðið. Rúnar Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Hóli í Kelduhverfi, gagnrýnir sveitarstjórn Norðurþings sömuleiðis í opnu bréfi í Vikublaðinu en höfuðstöðvar sveitarfélagsins eru á Húsavík. „Allt í kringum þessi sundlaugarmál fær fólk því miður til að upplifa algjört áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna á svæðinu austan Tjörness,” segir Rúnar. Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason á bænum Hóli reka ferðaþjónustu í Kelduhverfi.Einar Árnason „Hvers eigum við að gjalda sem erum að reyna að byggja upp einhverja ferðaþjónustu á svæðinu þegar þeir innviðir sem eru fyrir hendi fást ekki notaðir samanber nýjan Dettifossveg yfir veturinn og sundlaugina í Lundi á sumrin? Við erum í héraði sem státar af þjóðgarði og einni helstu náttúruperlu landsins, vinsælli göngu- og hlaupaleið niður með Jökulsánni og Þingeyjarsýslur eru rómaðar af hestafólki fyrir reiðleiðir og útreiðarsvæði. Það er talið í þúsundum fólkið sem kemur til að njóta kosta svæðisins og nú getum við ekki einu sinni boðið gestum okkar í sturtu eða þægilega busllaug í sumar af því er virðist vegna þess að sveitarfélagið treystir sér ekki til að auglýsa eftir starfsfólki,” segir Rúnar Tryggvason í opnu bréfi sínu til sveitarstjórnar Norðurþings með þessum lokaorðum: „Hafið skömm fyrir!” Öxarfjörður og Kelduhverfi voru heimsótt í þættinum Um land allt árið 2021. Hér má sjá kafla úr þættinum: Norðurþing Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Byggðamál Vatnajökulsþjóðgarður Um land allt Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Í samþykkt byggðaráðs Norðurþings frá 23. maí síðastliðnum segir að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald sundlaugarinnar að svo stöddu. Ráðið fól jafnframt sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Lokun sundlaugarinnar þýðir að stórt gap skapast í sundlaugakeðju norðausturhorns landsins. Þannig eru 63 kílómetrar frá Lundi í næstu sundlaug á Raufarhöfn og 68 kílómetrar frá Lundi í sundlaugina á Húsavík. Vegalengd milli sundlauga innan sveitarfélagsins Norðurþings verður þannig 130 kílómetrar. Vilji gestir á tjaldstæðinu í Ásbyrgi komast í sund í sumar þurfa þeir að aka 62 kílómetra leið til Húsavíkur í næstu laug í stað nokkurra mínútna skreppitúrs að Lundi. Sundlaugin er lítil sveitalaug með einum heitum potti.Einar Árnason Í skriflegu svari til Vikublaðsins á Norðurlandi segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, að gerðar hafi verið athugasemdir við ástand laugar og búnaðar. Ákvörðun hafi því verið tekin um að hafa sundlaugina ekki opna í sumar. Erfitt sé að fá varahluti í hreinsikerfið. Það, lagnakerfið og laugarkarið sé allt komið á tíma og nauðsynlegt sé að huga að heildstæðri endurnýjun. Þá segir Katrín að unnið sé að uppfærslu kostnaðaráætlunar fyrir nýtt mannvirki. Kveðst hún vona að hún liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust svo hægt verði að taka ákvörðun í málinu. Brynjar Þór Vigfússon og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir eru ullarbændur að Gilhaga í Öxarfirði. Myndin er úr þættinum Um land allt.Einar Árnason Vikublaðið hefur eftir Brynjari Þór Vigfússyni, ullarbónda í Gilhaga, að íbúum í Öxarfirði og Kelduhverfi finnist þeir vera annars flokks innan sveitarfélagsins Norðurþings. Lengi hafi verið kallað eftir fjármagni í viðhald á sundlauginni en það hafi alltaf setið á hakanum. „Við höfum bent á það í hverfisráði að þetta sé mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Ferðamenn sem gista í Ásbyrgi gera margir ráð fyrir því að komast í sundlaugina,” segir Brynjar Þór við Vikublaðið. Rúnar Tryggvason, ferðaþjónustubóndi á Hóli í Kelduhverfi, gagnrýnir sveitarstjórn Norðurþings sömuleiðis í opnu bréfi í Vikublaðinu en höfuðstöðvar sveitarfélagsins eru á Húsavík. „Allt í kringum þessi sundlaugarmál fær fólk því miður til að upplifa algjört áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna á svæðinu austan Tjörness,” segir Rúnar. Hrund Ásgeirsdóttir og Rúnar Tryggvason á bænum Hóli reka ferðaþjónustu í Kelduhverfi.Einar Árnason „Hvers eigum við að gjalda sem erum að reyna að byggja upp einhverja ferðaþjónustu á svæðinu þegar þeir innviðir sem eru fyrir hendi fást ekki notaðir samanber nýjan Dettifossveg yfir veturinn og sundlaugina í Lundi á sumrin? Við erum í héraði sem státar af þjóðgarði og einni helstu náttúruperlu landsins, vinsælli göngu- og hlaupaleið niður með Jökulsánni og Þingeyjarsýslur eru rómaðar af hestafólki fyrir reiðleiðir og útreiðarsvæði. Það er talið í þúsundum fólkið sem kemur til að njóta kosta svæðisins og nú getum við ekki einu sinni boðið gestum okkar í sturtu eða þægilega busllaug í sumar af því er virðist vegna þess að sveitarfélagið treystir sér ekki til að auglýsa eftir starfsfólki,” segir Rúnar Tryggvason í opnu bréfi sínu til sveitarstjórnar Norðurþings með þessum lokaorðum: „Hafið skömm fyrir!” Öxarfjörður og Kelduhverfi voru heimsótt í þættinum Um land allt árið 2021. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Norðurþing Sundlaugar Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Byggðamál Vatnajökulsþjóðgarður Um land allt Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira