Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 12:18 Gunnlaugur segist gjarnan vilja ræða við einhvern hjá Facebook en þar er komið að lokuðum dyrum. Hann var hakkaður illilega af þrjótum sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þar á brott talsvert fé. getty/aðsend Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. „Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“ Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“
Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent