Hlaupadrottningin með Bs í læknisfræði: „Erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir sést hér eftir sigur sinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið ófá hlaupin á síðustu mánuðum en með fram öllum keppnunum sínum var hún líka að klára erfiðasta og lengsta hlaupið í hennar lífi. Það fór hins vegar fram utan keppnisvallarins. Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira