Hlaupadrottningin með Bs í læknisfræði: „Erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir sést hér eftir sigur sinn í Reykjavíkurmaraþoninu. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið ófá hlaupin á síðustu mánuðum en með fram öllum keppnunum sínum var hún líka að klára erfiðasta og lengsta hlaupið í hennar lífi. Það fór hins vegar fram utan keppnisvallarins. Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Andrea útskrifaðist um helgina með BS gráðu í læknisfræði. Hún segist mörgum sinnum hafa verið við það að gefast upp en hafi þraukað og það var því ánægjuleg stund hjá henni að komast í markið. Þau sem fylgjast með Andreu á samfélagsmiðlum vita að hún er vön því að hreyfa sig jafnvel mörgum sinnum á dag og hefur meira að segja náð því að keppa og fagna sigri í tveimur íþróttagreinum á sama deginum. Duglegri íþróttakonu er því erfitt að finna. Hún hafði líka nóg að gera í náminu. Andrea valdi það að mæta ekki á athöfnina á laugardaginn og hlaupa frekar upp á Esjuna í staðinn. Hún tók þá þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu. Andrea fagnaði þar enn einum sigrinum en hún varð fyrst í Mt. Esja Steinninn keppninni með því að vera í 25 mínútur og 31 sekúndu upp að steininum fræga. Andrea lét þó vita af því á samfélagsmiðlum að hún væri vissulega komin með BS gráðu í læknisfræði „Hljóp upp Esjuna í staðinn fyrir að mæta á athöfnina svo ég fékk ekkert skírteini. Þið verðið bara að trúa mér…en ekki treysta mér cause I’m not a doctor,“ skrifaði Andrea. Hún er búinn með þrjú ár en á eftir þrjú ár í viðbót til að verða fullgildur læknir. „En að öllu gríni slepptu var þetta nám erfiðasta og lengsta hlaup lífs míns og langaði að hætta 100 sinnum. Mjög glöð að hafa klárað og komist í mark,“ skrifaði Andrea eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira