Parísarhjólið er 32 metra hátt og mun hafa 24 vagna. HMP
Verið er að leggja lokahönd á byggingu parísarhjóls á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt heimildum Vísis á byggingarvinnu að ljúka í dag og fyrsta ferðin farin á morgun, á lýðveldisdaginn.
Reykjavíkurhöfn auglýsti í mars eftir samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka. Fyrirtækið Taylors Tivoli Iceland hljóp til og verður rekstraraðili hjólsins. Parísarhjólið er tilraunaverkefni til eins árs og verður uppi í sumar.
Fulltrúi fréttastofunnar gerði sér ferð niður á Miðbakka og myndaði parísarhjólið.
Hjólabraut vék fyrir hjólinu og verður sett á Klambratún í staðinn. HMPSamkvæmt samkomulagi fær Taylors Tivoli Iceland afnot af Miðbakka, Geirsgötu 15, til loka september á þessu ári, undir rekstur parísarhjólsins. HMPFlestir vagnarnir munu hafa sex sæti en að auki verður boðið upp á aðgengi fyrir hjólastóla. HMP
Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn.
Borgarstjóri vill kanna raunhæfni þess að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag.