Tónlistarmaðurinn Róbert Örn er fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 16:26 Róbert Örn Hjálmtýsson er allur en hann fæddist 1977. vísir/anton brink Róbert Örn Hjálmtýsson er fallinn frá en hann var einkum þekktur fyrir að vera forsprakki hljómsveitarinnar Hljómsveitin Ég og PoPPaRoFT. Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube: Andlát Tónlist Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þá spilaði hann undir, útsetti og hljóðblandaði þrjár plötur Sölva Jónssonar (Dölla) og gerði eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar. Róbert Örn og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlotið jákvæða dóma fyrir plötur sínar. Netmiðillinn Nútíminn greinir frá andláti Róberts og segir fráfall hans hafa verið skyndilegt. Hann var fæddur árið 1977. Einn af vinum Róberts Arnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi hefur sett inn lag með Spilagöldrum, sem hann söng með og segir „Elsku besti vinur minn“ og hjarta við. Í athugasemdum hrannast inn samúðarkveðjurnar. Þá minnist Jón Ólafsson tónlistarmaður Róberts, segir hann hafa verið þeirrar gerðar að hafa aldrei gefið afslátt af sínum skoðunum og staðið fast á sínu. „Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70's hljómi sem hann galdraði fram.“ Jón segir þá sögu af samskiptum við Róbert Örn en segist við svo búið vita að hann hafi verið umdeildur maður enda með sterkar skoðanir. „Og sumum fannst erfitt að vinna með honum af sömu orsökum en allir sem komust í tónlistarlegt návígi við hann eru sammála um að hann var stórmerkilegur tónlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir við upptökur, laga- og textasmíðar og hljóðfæraleik. Þegar ég gerði sólóplötu mína, Fiska, árið 2017 fékk ég hann til að spila á bassa við eitt laganna og hann gerði það alveg stórkostlega og mér þykir einstaklega vænt um að við höfum náð þarna nokkrum mínútum í tónlistarlegu samfloti.“ Hljómsveitin Ég var gestur í þætti Loga Bergmann, en hann hljómsveitina um að semja og svo fremja lag af tilefni HM í handbolta 2011 þætti sínum sem átti að fara fram í beinni útsendingu nokkrum dögum síðar. „Að sjálfsögðu var það gert fyrir hann og tækifæri fyrir hljómsveitina að gefa landsliðinu ráð tryggt: Vörn er besta sóknin,“ segir í texta þar sem laginu er fylgt úr hlaði á YouTube:
Andlát Tónlist Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira