Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Eiríkur Bergmann segir ágreining Sigurðar Inga Jóhannssonar og Guðrúnar Hafsteinssonar vera pólitískan slag í grunninn. Vísir Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. „Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira
„Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Sjá meira