Running Tide segir upp öllu starfsfólki á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:24 Kristinn segir afar erfitt að hafa þurft að segja upp öllu starfsfólki. Hann gangi samt sem áður þakklátur frá borði. Aðsend Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt. „Þarsíðasti föstudagur var einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað á mínum ferli, en þá þurftum við að segja upp öllu frábæra starfsfólkinu okkar hjá Running Tide á Íslandi og draga saman seglin hér á landi. Fjármögnun rannsóknar- og nýsköpunarstarfs er erfið almennt, og sérstaklega í núverandi hávaxtalandslagi og við höfum ekki náð að sækja nýtt fjármagn fyrir næstu skref. Á sama tíma og það sækir að mér mikil sorg að þurfa að hætta, er ég afar stoltur af þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Kristinn í tilkynningunni á Linkedin. Kristinn Árni tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins fyrir um tveimur árum. Fyrirtækið var stofnað fyrir um sjö árum og hóf starfsemi á Íslandi um tveimur árum síðar. Í tilkynningu um ráðningu Kristins kom fram að Running Tide væri „framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar“ og að þau hefðu þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Meðal fjárfesta í fyrirtækinu eru Davíð Helgason eigandi Transition Labs og Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr. Fara í dvala Kristinn fer í tilkynningu sinni vel yfir störf sín síðustu tvö árin og þann árangur sem þau náðu á Íslandi. „Árangurinn er mikill en tímasetningin, staða fjármögnunarmarkaða og önnur ytri áhrif eru þannig að við náðum ekki að tryggja nægt fjármagn fyrir framhald rannsóknar- og þróunarstarfs okkar hérna á Íslandi - allavega ekki í bili. Rannsóknir og þróun, varanleg kolefnisbinding og starfsemi á hafi úti eru allt saman flókin og dýr verkefni. Varanleg kolefnisbinding er sömuleiðis ekki orðin það þróaður markaður að auðséð sé að kaupendur séu til staðar fyrir afurðina þegar hún er tilbúin, en að lokum voru það aðstæður algjörlega utan okkar stjórnar sem veittu verkefninu náðarhöggið,“ segir Kristinn. „Ég vil árétta að Running Tide er ekki gjaldþrota, þó við séum að vinda ofan af starfseminni hér. Allt starfsfólk á Íslandi mun fá greitt út uppsagnarfrestinn og allir birgjar fá greitt. Starfsemin mun leggjast í dvala hér á landi en eftir standa rannsóknarniðurstöður sem eru að stóru leyti opinberar og munu vonandi nýtast öðrum.“ Vistaskipti Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Þarsíðasti föstudagur var einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað á mínum ferli, en þá þurftum við að segja upp öllu frábæra starfsfólkinu okkar hjá Running Tide á Íslandi og draga saman seglin hér á landi. Fjármögnun rannsóknar- og nýsköpunarstarfs er erfið almennt, og sérstaklega í núverandi hávaxtalandslagi og við höfum ekki náð að sækja nýtt fjármagn fyrir næstu skref. Á sama tíma og það sækir að mér mikil sorg að þurfa að hætta, er ég afar stoltur af þeim árangri sem við höfum náð,“ segir Kristinn í tilkynningunni á Linkedin. Kristinn Árni tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins fyrir um tveimur árum. Fyrirtækið var stofnað fyrir um sjö árum og hóf starfsemi á Íslandi um tveimur árum síðar. Í tilkynningu um ráðningu Kristins kom fram að Running Tide væri „framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar“ og að þau hefðu þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Meðal fjárfesta í fyrirtækinu eru Davíð Helgason eigandi Transition Labs og Scott Belsky stofnanda Behance og Caterinu Fake sem stofnaði Flickr. Fara í dvala Kristinn fer í tilkynningu sinni vel yfir störf sín síðustu tvö árin og þann árangur sem þau náðu á Íslandi. „Árangurinn er mikill en tímasetningin, staða fjármögnunarmarkaða og önnur ytri áhrif eru þannig að við náðum ekki að tryggja nægt fjármagn fyrir framhald rannsóknar- og þróunarstarfs okkar hérna á Íslandi - allavega ekki í bili. Rannsóknir og þróun, varanleg kolefnisbinding og starfsemi á hafi úti eru allt saman flókin og dýr verkefni. Varanleg kolefnisbinding er sömuleiðis ekki orðin það þróaður markaður að auðséð sé að kaupendur séu til staðar fyrir afurðina þegar hún er tilbúin, en að lokum voru það aðstæður algjörlega utan okkar stjórnar sem veittu verkefninu náðarhöggið,“ segir Kristinn. „Ég vil árétta að Running Tide er ekki gjaldþrota, þó við séum að vinda ofan af starfseminni hér. Allt starfsfólk á Íslandi mun fá greitt út uppsagnarfrestinn og allir birgjar fá greitt. Starfsemin mun leggjast í dvala hér á landi en eftir standa rannsóknarniðurstöður sem eru að stóru leyti opinberar og munu vonandi nýtast öðrum.“
Vistaskipti Loftslagsmál Umhverfismál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28 Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02 Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00 Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08 Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29 Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Tvöfalt fleiri fulltrúar Íslands á COP28 Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára. 30. nóvember 2023 16:28
Guðlaugur Þór telur sig vanhæfan og stígur til hliðar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann. 19. mars 2023 12:02
Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5. nóvember 2022 08:00
Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi. 9. júní 2022 15:08
Mun stýra Running Tide á Íslandi Kristinn Árni Lár Hróbjartsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega loftslagsfyrirtækisins Running Tide á Íslandi og mun hann stýra daglegri starfsemi þess hér á landi. 30. maí 2022 10:29
Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. 26. maí 2022 07:30