Fara í saumana á sendiherraskipunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 12:54 Skipanir Bjarna í sendiherrastöður í Róm og Washington mæltist illa fyrir víða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur málið fyrir í dag. vísir/vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15