Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, til vinstri. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira