Verkjamóttakan hafi dregið verulega úr morfínlyfjanotkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, til vinstri. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, segir að verkjamóttaka heilsugæslunnar hafi dregið úr notkun opíóðalyfja hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar um 30 prósent. Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Verkjamóttakan hóf göngu sína í október í fyrra. Í febrúar hóf íslenska sprotafyrirtækið Prescriby, í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, að bjóða upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar Urðarhvarfi, ræddi verkjamóttökuna í Bítinu á Bylgjunni. Hún segir móttökuna einmitt hafa verið ætlað að sporna gegn ópíóðanotkun. „Fólk gat endurnýjað öll lyfin sín á Heilsuveru, og þar voru morfínlyfin engin undantekning. Fólk gat beðið um sín morfín-lyf trekk í trekk. Þá er mikið að gera og allir vilja gera allt fyrir sjúklinginn,“ segir Linda og bætir við að hugmyndin hafi verið að stoppa það ferli til að grípa fyrr inn í. Verkjamóttakan bjóði upp á frekari skoðun, myndrannsóknir og leiðir til að stilla verkina. „Þarna er kominn aðgerðarlisti yfir það sem hægt er að velja fyrir fólk. Sálfræðingar gerðu sínar meðferðir og síðan erum við að vísa fólki á allskyns staði sem eru að sinna verkjum, eins og bakskólann, Janus endurhæfingu, hreyfiseðla hjá sjúkraþjálfurum og ýmislegt. Síðan förum við yfir verkjalyfjanotkunina, því við vitum að ópíóðalyfjanotkun hefur mjög slæm langtímaáhrif.“ Taugarnar verða næmari og kalla á meiri notkun. „Morfínlyfin voru alltaf hugsuð sem neyðarlyf, við skyndilegum og miklum verkjum. Eftir aðgerðir, eða í stórum slysum notar maður auðvitað morfín ef fólk er illa slasað. En þau eru ekki ætluð til langtímanotkunar, vegna þess að þau eru svo ávanabindandi. Hér á Íslandi erum við meistarar meðal Norðurlanda í notkun þessara lyfja,“ segir Linda. Hún segir árangurinn áberandi. „Við erum að telja skjólstæðinga sem fá endurnýjun lyfja. Notendum er búið að fækka alveg um 30 prósent. Þannig við þurftum greinilega ekki alveg svona mikið.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira