Ólíðandi misbeiting matvælaráðherra á valdi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2024 14:36 Jón Gunnarsson segir að Bjarkey hefði mátt átta sig fyrr á því að henni beri að fylgja lögum í landinu Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blasa við að málsmeðferð matvælaráðherra í hvalveiðimálinu sé engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Rökin sem ráðherrann færi fyrir langdreginni málsmeðferð standist enga skoðun. Þetta kom fram í ræðu Jóns í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Þá er matvælaráðherra kominn undan feldi og búinn að tilkynna ákvörðun sína um hvalveiðar árið 2024 allt, alltof seint,“ sagði Jón. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að hún yrði að fara að lögum, þótt persónulegar skoðanir hennar á málinu væru ef til vill aðrar. Jón sagði að hún hefði mátt átta sig á þessu fyrr. „Það blasir við að málsmeðferðin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Umboðsmaður alþingis gerði skýra grein fyrir því í áliti sínu á síðasta ári um sambærilega málsmeðferð sem að annar ráðherra vinstri grænna viðhafði í sama máli,“ sagði Jón. „Rökin sem hæstvirtur ráðherra færir fyrir langdreginni málsmeðferð standast enga skoðun. Hún vitnar til þess að 2019 hafi hvalveiðileyfi veirð gefið út í júlí. Þá var ekkert starfsleyfi í gildi fyrir verksmiðjuna og stóð ekki til að fara á veiðar, þannig þetta er auðvitað bara sögufölsun. Baráttan við MAST um starfsleyfi verksmiðjunnar tók þrjú ár, enn eitt dæmið um stjórnsýslu sem að er ekki til fyrirmyndar. Þá var loksins veitt varanlegt starfsleyfi,“ sagði Jón. Jón segir þetta óþolandi hegðun gagnvart starfsfólki og fyrirtæki. „Ráðherra beitir síðan varfærinni, eins og hún kallar það, reiknireglu. Hún hunsar vísindamenn Hafrannsóknarstofnunnar. Hún notar reiknireglu sem að enginn annar notar, ekki meðal þjóða sem við erum í samstarfi við í Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðinu.“ Þetta veki upp þá spurningu hvort hún ætli að beita þessari reiknireglu við nýtingu annarra nytjastofna. „Maður er, virðulegur forseti, alveg orðlaus yfir ósvífni ráðherrans gagnvart starfsfólki og fyrirtæki í þessu tilfelli. Það er allt gert, að því er virðist, af geðþótta og lítilli eða engri virðingu fyrir fólki, lögum eða stjórnarskrá. Slík stjórnsýsla, virðulegi forseti, er ólíðandi, þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem að ráðherra hefur,“ sagði Jón á Alþingi í dag. Hvalir Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóns í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Þá er matvælaráðherra kominn undan feldi og búinn að tilkynna ákvörðun sína um hvalveiðar árið 2024 allt, alltof seint,“ sagði Jón. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að hún yrði að fara að lögum, þótt persónulegar skoðanir hennar á málinu væru ef til vill aðrar. Jón sagði að hún hefði mátt átta sig á þessu fyrr. „Það blasir við að málsmeðferðin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Umboðsmaður alþingis gerði skýra grein fyrir því í áliti sínu á síðasta ári um sambærilega málsmeðferð sem að annar ráðherra vinstri grænna viðhafði í sama máli,“ sagði Jón. „Rökin sem hæstvirtur ráðherra færir fyrir langdreginni málsmeðferð standast enga skoðun. Hún vitnar til þess að 2019 hafi hvalveiðileyfi veirð gefið út í júlí. Þá var ekkert starfsleyfi í gildi fyrir verksmiðjuna og stóð ekki til að fara á veiðar, þannig þetta er auðvitað bara sögufölsun. Baráttan við MAST um starfsleyfi verksmiðjunnar tók þrjú ár, enn eitt dæmið um stjórnsýslu sem að er ekki til fyrirmyndar. Þá var loksins veitt varanlegt starfsleyfi,“ sagði Jón. Jón segir þetta óþolandi hegðun gagnvart starfsfólki og fyrirtæki. „Ráðherra beitir síðan varfærinni, eins og hún kallar það, reiknireglu. Hún hunsar vísindamenn Hafrannsóknarstofnunnar. Hún notar reiknireglu sem að enginn annar notar, ekki meðal þjóða sem við erum í samstarfi við í Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðinu.“ Þetta veki upp þá spurningu hvort hún ætli að beita þessari reiknireglu við nýtingu annarra nytjastofna. „Maður er, virðulegur forseti, alveg orðlaus yfir ósvífni ráðherrans gagnvart starfsfólki og fyrirtæki í þessu tilfelli. Það er allt gert, að því er virðist, af geðþótta og lítilli eða engri virðingu fyrir fólki, lögum eða stjórnarskrá. Slík stjórnsýsla, virðulegi forseti, er ólíðandi, þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem að ráðherra hefur,“ sagði Jón á Alþingi í dag.
Hvalir Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43
„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58
Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07