Ólíðandi misbeiting matvælaráðherra á valdi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2024 14:36 Jón Gunnarsson segir að Bjarkey hefði mátt átta sig fyrr á því að henni beri að fylgja lögum í landinu Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blasa við að málsmeðferð matvælaráðherra í hvalveiðimálinu sé engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Rökin sem ráðherrann færi fyrir langdreginni málsmeðferð standist enga skoðun. Þetta kom fram í ræðu Jóns í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Þá er matvælaráðherra kominn undan feldi og búinn að tilkynna ákvörðun sína um hvalveiðar árið 2024 allt, alltof seint,“ sagði Jón. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að hún yrði að fara að lögum, þótt persónulegar skoðanir hennar á málinu væru ef til vill aðrar. Jón sagði að hún hefði mátt átta sig á þessu fyrr. „Það blasir við að málsmeðferðin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Umboðsmaður alþingis gerði skýra grein fyrir því í áliti sínu á síðasta ári um sambærilega málsmeðferð sem að annar ráðherra vinstri grænna viðhafði í sama máli,“ sagði Jón. „Rökin sem hæstvirtur ráðherra færir fyrir langdreginni málsmeðferð standast enga skoðun. Hún vitnar til þess að 2019 hafi hvalveiðileyfi veirð gefið út í júlí. Þá var ekkert starfsleyfi í gildi fyrir verksmiðjuna og stóð ekki til að fara á veiðar, þannig þetta er auðvitað bara sögufölsun. Baráttan við MAST um starfsleyfi verksmiðjunnar tók þrjú ár, enn eitt dæmið um stjórnsýslu sem að er ekki til fyrirmyndar. Þá var loksins veitt varanlegt starfsleyfi,“ sagði Jón. Jón segir þetta óþolandi hegðun gagnvart starfsfólki og fyrirtæki. „Ráðherra beitir síðan varfærinni, eins og hún kallar það, reiknireglu. Hún hunsar vísindamenn Hafrannsóknarstofnunnar. Hún notar reiknireglu sem að enginn annar notar, ekki meðal þjóða sem við erum í samstarfi við í Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðinu.“ Þetta veki upp þá spurningu hvort hún ætli að beita þessari reiknireglu við nýtingu annarra nytjastofna. „Maður er, virðulegur forseti, alveg orðlaus yfir ósvífni ráðherrans gagnvart starfsfólki og fyrirtæki í þessu tilfelli. Það er allt gert, að því er virðist, af geðþótta og lítilli eða engri virðingu fyrir fólki, lögum eða stjórnarskrá. Slík stjórnsýsla, virðulegi forseti, er ólíðandi, þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem að ráðherra hefur,“ sagði Jón á Alþingi í dag. Hvalir Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jóns í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Þá er matvælaráðherra kominn undan feldi og búinn að tilkynna ákvörðun sína um hvalveiðar árið 2024 allt, alltof seint,“ sagði Jón. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sagði þegar hún tilkynnti ákvörðun sína að hún yrði að fara að lögum, þótt persónulegar skoðanir hennar á málinu væru ef til vill aðrar. Jón sagði að hún hefði mátt átta sig á þessu fyrr. „Það blasir við að málsmeðferðin er engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Umboðsmaður alþingis gerði skýra grein fyrir því í áliti sínu á síðasta ári um sambærilega málsmeðferð sem að annar ráðherra vinstri grænna viðhafði í sama máli,“ sagði Jón. „Rökin sem hæstvirtur ráðherra færir fyrir langdreginni málsmeðferð standast enga skoðun. Hún vitnar til þess að 2019 hafi hvalveiðileyfi veirð gefið út í júlí. Þá var ekkert starfsleyfi í gildi fyrir verksmiðjuna og stóð ekki til að fara á veiðar, þannig þetta er auðvitað bara sögufölsun. Baráttan við MAST um starfsleyfi verksmiðjunnar tók þrjú ár, enn eitt dæmið um stjórnsýslu sem að er ekki til fyrirmyndar. Þá var loksins veitt varanlegt starfsleyfi,“ sagði Jón. Jón segir þetta óþolandi hegðun gagnvart starfsfólki og fyrirtæki. „Ráðherra beitir síðan varfærinni, eins og hún kallar það, reiknireglu. Hún hunsar vísindamenn Hafrannsóknarstofnunnar. Hún notar reiknireglu sem að enginn annar notar, ekki meðal þjóða sem við erum í samstarfi við í Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðinu.“ Þetta veki upp þá spurningu hvort hún ætli að beita þessari reiknireglu við nýtingu annarra nytjastofna. „Maður er, virðulegur forseti, alveg orðlaus yfir ósvífni ráðherrans gagnvart starfsfólki og fyrirtæki í þessu tilfelli. Það er allt gert, að því er virðist, af geðþótta og lítilli eða engri virðingu fyrir fólki, lögum eða stjórnarskrá. Slík stjórnsýsla, virðulegi forseti, er ólíðandi, þetta er ólíðandi misbeiting á valdi sem að ráðherra hefur,“ sagði Jón á Alþingi í dag.
Hvalir Hvalveiðar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 „Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58 Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43
„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Íslandi“ Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 11. júní 2024 13:58
Ákvörðunin skref í rétta átt Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 11. júní 2024 12:07