„Við viljum stöðva þessa þróun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 20:00 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segist líta þessa óheillaþróun alvarlegum augum. Vísir/EinarÁrnason Banaslysið í Borgarfirði í gær var það ellefta sem varð í umferðinni það sem af er ári. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að horfa þurfi fimm ár aftur í tímann til að sjá tveggja stafa tölu yfir banaslys. Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“ Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu segir að banaslysið hafi orðið á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Ökumaður fólksbíls lést eftir árekstur við jeppa sem kom úr gagnstæðri átt en flytja þurfti bæði ökumann og farþega jeppans með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítala. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. „Það hafa hræðilega margir látist í umferðinni það sem af er ári og við viljum að sjálfsögðu ekki sjá þessa þróun halda áfram. Árið byrjaði illa og hefur ekki farið batnandi,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Ellefu banaslys hafa nú orðið það sem af er ári. „Við erum í rauninni að horfa á afturhvarf sirka fimm ár aftur í tímann, þá vorum við með tveggja stafa tölu yfir látna í umferðinni á hverju ári í nokkur ár en þetta höfum við ekki séð síðan 2018. Við höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og teljum að þurfi að skoða sérstaklega með hvaða hætti við getum brugðist við.“ Þórhildur segir áskoranirnar í umferðinni mun fjölbreyttari en áður. „Það er að sjálfsögðu þessi tækni, farsímanotkunin. Ferðafólki hefur fjölgað gríðarlega og það eru miklu fleiri á ferðinni úti á vegum, það er annað, og svo eru það fjölbreyttari ferðamátar og allt kallar þetta á enn meiri aðgát.“ Heildarfjöldi banaslysa var 18 árið 2018, en á bilinu sex til níu frá 2020-2022. Þá létust átta í umferðinni í fyrra. „Í dag er 10. júní og við vitum að ellefu manneskjur hafa látið lífið í umferðinni á Íslandi. Við viljum stöðva þessa þróun.“
Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22 Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. 10. júní 2024 14:22
Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur nærri Hvalfjarðargöngum Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi á Akranesi eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar nú síðdegis. Fimm manns voru í bílunum sem eru sagðir mikið skemmdir. 7. júní 2024 17:32