Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 12:05 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/vilhelm Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16
„Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59
Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00