Færeyskir atvinnurekendur segjast hafðir að spotti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 11:57 Félag færeyskra atvinnurekenda segir verkalýðsfélögin skorta samningsvilja. Getty/Maja Hitij Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður. Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Færeyjar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Hátt í sjö þúsund verkamenn í fjórum stærstu verkalýðsfélögum Færeyja lögðu niður störf þann ellefta maí síðastliðinn og hefur það haft víðtæk áhrif á færeyskt samfélag. Hillur standa tómar í matvöruverslunum og varla er neitt eldsneyti að fá. Ræstingarfólk hefur flestallt lagt niður störf og því hefur þurft að loka skólum, leikskólum og dagvistunarstofnunum. Terje Sigurðsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig ásteytingarstein viðræðnanna í samtali við Kringvarpið en segir engan grundvöll vera fyrir lausn á deilunni eins og staðan er. „Eins og staðan er núna er engin von á samkomulagi og alls enginn grundvöllur fyrir að vinna að því frekar,“ hefur Kringvarpið eftir honum. Félag færeyskra atvinnurekenda, Arbeiðsgevarafelagið, gaf út yfirlýsingu í kjölfar þess að viðræðum var lýst árangurslausum þar sem það segir verkalýðsfélögin þrjósk og að þau hafi ekki haft neinn samningsvilja. „Þegar formenn þessara fjögurra verkalýðsfélaga gerðu sér það ómak að gefa út yfirlýsingu um að þau vildu ná samkomulagi héldum við að þau meintu eitthvað með því,“ skrifar Félag færeyskra atvinnurekanda. Félagið segir verkalýðsfélögin ábyrgðarlaus og að þau hafi haft það að spotti. „Við vitum að það eru margir Færeyingar sem vonuðust til þess að samningafundurinn bæri árangur og við hörmum það að það hafi ekki heppnast. En það er skilyrði fyrir samningum að samningsaðilinn vilji einnig ná sáttum,“ segir í yfirlýsingunni. Verkalýðsfélögin hafa einnig tjáð sig í sameiginlegri yfirlýsingu. Þau segja að fyrst og fremst skuli aðgerðir þeirra koma höggi á félaga Félags færeyskra atvinnurekenda og til marks um viðleitni þeirra til að koma til móts við færeysku þjóðina hyggjast þau leyfa ræstingarfólki að snúa aftur til starfa á dagvistunarstofnunum og skólum landsins. „Svoleiðis að barnafjölskyldur komist aftur í vinnuna. Við vitum að við náum aðeins markmiðum okkar með því að setja enn meiri þrýsting á vinnuveitendur sem fá ekki útflutt vörur eða innflutt og sem fá ekki eldnseyti,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu verkalýðsfélaganna.
Færeyjar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira