„Hver sofnaði á verðinum?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:01 Ingibjörg Reynisdóttir (inni í hringnum) í góðra vina hópi í stúkunni í Laugardalslaug á sólrikum degi einhvern tímann í kringum árið 1987. Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“ Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sú var tíðin að gamla stúkan í Laugardalslaug var þéttsetin á góðviðrisdögum. En nú er öldin aldeilis önnur. Stúkan er úr smiðju Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara borgarinnar, og var tekin í notkun árið 1968. Ingibjörg Reynisdóttir er fædd og uppalin í Laugardalnum, býr þar enn og er ein þeirra fjölmörgu sem sleiktu sólina stíft í stúkunni á sínum tíma. Á meðfylgjandi mynd sést Ingibjörg einmitt í góðra vina hópi í stúkunni á sólríkum degi einhvern tímann í kringum 1987. „Þetta var ótrúlegt, ef þú komst of seint þá fékkstu varla sæti. Og hér voru vinirnir og kunningjarnir, við vinkonurnar í einu horninu og kannski skotnar í strákunum þarna, þetta var svona vandræðalegt,“ segir Ingibjörg kímin, þar sem fréttamaður hefur mælt sér mót við hana í stúkunni sjálfri. Farið var í skoðunarferð um stúkuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, sem horfa má á hér fyrir neðan. Vaknar upp við vondan draum Viðhaldi á stúkunni hefur ekki verið sinnt sem skyldi í gegnum árin og talsvert er síðan henni var lokað. Svört skýrsla um ástand stúkunnar var lögð fyrir borgarráð í fyrradag, þar sem mannvirkið er jafnvel metið hættulegt vegna skemmda. „Svo bara vaknar maður upp við vondan draum að hún sé bara ónýt og maður spyr sig: Hvað gerðist þarna? Hver sofnaði á verðinum? Hver ber ábyrgð á þessu? Þetta er algjör synd því þessi stúka er hjarta hverfisins, karakter hverfisins,“ segir Ingibjörg. Það blasir við að stúkan er mjög illa farin eins og segir í skýrslunni. Steypuskemmdir, rakaskemmdir, frostskemmdir, ryð; allt bar þetta fyrir augu fréttamanns sem skoðaði stúkuna ásamt tökumanni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta mannvirki verður aldrei hægt að gera við á fullnægjandi hátt,“ segir í skýrslunni. Þó er tekið sérstaklega fram að stúkan muni „ekki hrynja að svo stöddu“ en ljóst þykir að áfram muni hrynja úr stúkunni, eins og fréttamaður sannreyndi í vettvangsferð sinni. Óvissa um framtíð stúkunnar Hönnunarsamkeppni um Laugardalslaugarsvæðið er í undirbúningi, þess vegna var skýrsla unnin um ástand stúkunnar, og framtíð hennar veltur því á niðurstöðum þeirrar keppni. Framhaldið er semsagt í algjörri óvissu. Ingibjörg áréttar að auk hins menningar- og sagnfræðilega gildis verji stúkan laugargesti til dæmis fyrir norðangarra. Hún vonar að allt kapp verði lagt á að forða því að stúkan verði rifin. „Persónulega fyrir mig væri það bara skelfilegt. Og ég veit að vinir mínir og þeir sem hafa alist hérna upp og verið hérna og stundað sundlaugina í gegnum árin þeim fyndist mikill sjónarsviptir af þessu.“
Sundlaugar Reykjavík Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Stúkan óviðgerðarhæf og jafnvel hættuleg Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu. 6. júní 2024 13:01