Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 10:27 Ráðgjöfin var kynnt í dag í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira