Hvað skiptir þig máli? Einföld leið til að bæta heilbrigðisþjónustu Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 6. júní 2024 11:30 Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun