Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti á dögunum að veita Úkraínumönnum heimild til að nota vopn frá Bandaríkjunum til að ráðast gegn skotmörkum í Rússlandi en aðeins í forvarnar- og sjálfsvarnarskyni.
Heimildin nær þannig aðeins til aðgerða gegn hersveitum Rússa sem standa í eða eru að undirbúa árásir á Úkraínu en ekki til notkunar langdrægra vopna gegn skotmörkum langt inni í Rússlandi.
Stjórnvöld í Berlín hafa einnig veitt Úkraínumönnum leyfi til að nota vopn frá Þýskalandi gegn ákveðnum skotmörkum á rússneskri grund. Þetta segir Pútín „hættulegt skref“ sem muni koma niður á samskiptum Rússa og Þjóðverja.
Pútín greindi einnig frá því í gær að stjórnvöld vestanhafs hefðu lagt mikið púður í samningaviðræður um lausn Evan Gershkovich, 32 ára blaðamanns Wall Street Journal, sem hefur verið haldið í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu frá því í mars í fyrra.
Hann hefur verið sakaður um njósnir.
Pútín sagði viðræður standa yfir en málið yrði ekki leyst nema Rússar fengju eitthvað í staðinn.