Láttu ekki plata þig! Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júní 2024 12:00 Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Verslun Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kannast lesendur við að hafa pantað sér eitthvað á netinu á svaka góðu verði en uppgötva svo að díllinn var kannski frekar súr af því varan virkar ekki eins og búið var að lofa eða er af öðrum gæðum en búast mátti við? Eftirlitsstofnanir um alla Evrópu vara nú við nýjum netverslunarrisa sem auglýsir ógrynnin öll þessa dagana. Þessi netverslun er þekkt fyrir að selja ekki bara eftirlíkingar af þekktum vörum (eins og flækjupúðanum hennar Ragnheiðar Aspar) heldur vörur sem geta beinlínis verið skaðlegar, hættulegar og virka mögulega ekki eins og þær eiga að virka. Í Evrópu má ekki markaðssetja vöru nema hún sé örugg. Til að tryggja öryggið hafa staðlar verið skrifaðir af bestu sérfræðingum og Evrópusambandið vísar síðan til þeirra í sínu regluverki. Ef framleiðandi uppfyllir kröfur staðlanna um framleiðslu, prófanir, efnisnotkun, virkni, öryggi og umhverfisvernd má markaðssetja hana því þá hún er búin að fara í gegnum nálaraugað sem við höfum sett okkur um örugga vöru. Þegar varan hefur svo verið markaðssett tekur við opinber markaðsgæsla þar sem eftirlitsstofnanir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að allt sé með felldu og varan er innkölluð ef svo er ekki. Þannig hafa staðlar orðið órjúfanlegur þáttur gæðainnviða og neytendaverndar. Það getur hins vegar verið erfitt og flókið fyrir neytendur að finna út úr þessu fyrir fram. Það þarf þó ekki alltaf að kunna geimverkfræði til að gera smá athugun sem getur forðað okkur frá veseni. ESB gerir kröfur um að mjög margar vörur þurfi að CE merkja. Merkið er yfirlýsing framleiðanda um að varan uppfylli lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evrópu, okkur til varnar. Til að hver sem er geti ekki selt okkur lélegt og hættulegt drasl. Það á við um leikföng, vélar, byggingarvörur, persónuhlífar, raftæki, lækningatæki og reyndar mjög margt fleira. Þannig tryggja þúsundir staðla öryggi okkar, heilsu og neytendavernd á hverjum degi. Framleiðendur utan Evrópu geta auðvitað vel framleitt vöru og CE merkt hana til að markaðssetja í Evrópu. Þeir gera það bara ekki alltaf og með alþjóðlegum netverslunum og öllu því magni af vörum sem keyptar eru í gegnum þær er ógerningur fyrir eftirlitsstofnanir að fylgjast með því öllu. Neytendur þurfa því sjálfir að sýna skynsemi til að kaupa ekki köttinn í sekknum eða það sem verra er, að kaupa vöru sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra og öryggi. Það að kíkja eftir CE merkinu og að eiga viðskipti með vörumerki sem við getum treyst er góð byrjun á farsælum viðskiptum. Þá á vel við hið fornkveðna að ef vara er mikið ódýrari en sambærileg vara þá er hún líklega ekki af sömu gæðum og getur verið hættuleg eða framleidd af börnum sem hneppt hafa verið í þrældóm. Stöðluð þægindi af netverslun einfalda líf okkar mikið en góðir dílar geta verið snöggir að súrna. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun